28.janúar 2020 - 12:16

Fasteignagjöld fyrir árið 2020

Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2020 eru einungis sendir til eldri borgara 67 ára og eldri og fyrirtækja. Aðrir fá álagningarseðilinn birtan rafrænt á island.is, er hann kominn þar inn.
 
Hægt er að nálgast álagningarseðilinn á www.island.is undir „mínar síður“
 
Til að skrá sig inn á island.is er farið inn á mínar síður. Þar er val um innskráningu með rafrænu skilríki, skilríki í síma eða íslykli sem sótt er um á vefsíðunni http://www.island.is/islykill  Álagningaseðilinn má finna undir linknum pósthólf.
 
Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur af álögðum fasteignagjöldum ef greitt er til og með  7. febrúar nk. þeir sem ætla að staðgreiða vinsamlegast greiðið inn á reikning í Landsbankanum 0185-26-90 kt. 690269-0159. Aðrar upplýsingar vegna fasteignagjaldanna eru veittar í þjónustuveri Ráðhússins í síma 488-2000.
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159