17.febrúar 2020 - 08:50

Stöðuleyfi 2020

Frá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar
 
Stöðuleyfi 2020
Sölubásar og söluvagnar
Í samræmi við samþykkt Vestmannaeyjabæjar um Götu- og torgsölu auglýsir Umhverfis- og framkvæmdasvið eftir umsóknum fyrir árið 2020.
 
 
 
Um er að ræða eftirfarandi svæði:
Svæði A: stöðuleyfi við Básaskersbryggju
Svæði B: stöðuleyfi við Skipasand
Svæði C: stöðuleyfi við Vigtartorg
 
Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni. Í umsókn skal gerð grein fyrir tilgangi og lengd stöðuleyfis. Með umsókn skulu fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna. Umsóknum skal skila skriflega, til Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 11. mars 2020.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159