3.mars 2020 - 10:35

Þjónustukönnun Gallup 2019

Vestmannaeyjabær kemur vel út úr viðhorfskönnun Gallup um þjónustu sveitarfélaganna fyrir árið 2019. Samkvæmt könnuninni er Vestmannaeyjabær í efsta sæti þegar spurt er um hversu vel starfsfólk bæjarins leysir úr erindum íbúa, í efsta sæti þegar kemur að aðstöðu til íþróttaiðkunar, í öðru sæti þegar kemur að þjónustu við eldri borgara og menningu og í 3-5 sæti yfir þjónustu við barnafjölskyldur. Í könnunin kemur fram almenn ánægja með sveitarfélagið og þá þjónustu sem verið er að veita. Ánægjan eykst á milli ára. Könnunin var kynnt í Eldheimum á íbúafundi þann 5. febrúar s.l. góð mæting var á fundinn og góðar umræður. Margar góðar ábendingar komu fram um þjónustu sveitarfélagsins. Fjallað er um niðustöður íbúafundarins í ráðum bæjarins og hafa ráðin þær til hliðsjónar í störfum sínum á komandi ári. 

 

Á fundi bæjarstjórnar þann 27. febrúar sl. þakkaði bæjarstjórn starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag í þessari niðurstöðu og íbúum fyrir þátttöku í íbúafundinum. Bæjarstjórn lýsti ánægju með að þær áherslur sem eru í forgrunni við stjórnun sveitarfélagsins eru að skila sér í meiri ánægju íbúa í Eyjum.

 

Þjónustukönnunina má finna hér

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159