1553. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu í Safnahúsi í kvöld og hefst hann kl. 18:00. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu og má sjá útsendinguna neðst í þessari frétt.
 
 
LESA MEIRA5.desember 2019 - 17:27
Það var skemmtileg stemning í Einarsstofu á laugardaginn þar sem Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson sýndu myndir sínar. 
LESA MEIRA5.desember 2019 - 11:24
 1553. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

5. desember 2019 og hefst hann kl. 18:00

 

LESA MEIRA4.desember 2019 - 10:25
50 % staða náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Vestmannaeyja er laus til umsóknar. Staðan er til afleysingar út skólaárið 2019-2020.

LESA MEIRA3.desember 2019 - 11:48
Það verður mikið um að vera í Einarsstofu á sunnudaginn þar sem mæta þau Bjarni Harðarson, rithöfundur og bókaútgefandi, Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur og Guðrún Bergmann sem ætlar að fræða konur og kannski karla líka um leiðir til bættrar heilsu. Einnig afhendir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Eyjabikarinn sem þau fá sem synda yfir álinn milli lands og Eyja.
Allt hefst þetta kl: 12.00 á sunnudaginn í Einarsstofu, Safnahúsi með súpu boði Söguseturs 1627. Að lokinni súpunni verður Eyjasundsbikarinn afhendur og listamennirnir Balazs og Kittý bjóða okkur upp á stutta dýrðartónlist. Á eftir, kl: 12:30 í Einarsstofu skrifar Bjarni Harðarson undir samning við Sögusetur 1627 um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. 
Að því loknu kynnir Bjarni nýjar bækur nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni og hann og Guðjón Ragnar Jónasson lesa úr nýjum bókum sínum.
Það verður svo  kl. 14:30 á sama stað sem Guðrún Bergmann fjallar um nokkrar einfaldar leiðir til að bæta heilsuna og kynnir nýjustu bók sína BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri.
 
 
LESA MEIRA30.nóvember 2019 - 16:00
Það verður í nokkur horn að líta hjá Bjarna Harðarssyni í Einarsstofu á sunnudaginn enda maðurinn með mörg járn í eldinum. Rekur Sæmundarútgáfuna og Bókakaffið á Selfossi og skrifar bækur þess á milli. 
Allt hefst þetta kl: 12.00 á sunnudaginn í Einarsstofu, Safnahúsi með súpu boði Söguseturs 1627. Þar skrifar Bjarni undir samning við Sögusetur 1627 um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Að því loknu, kl. 13.00 kynnir Bjarni nýjar bækur nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni.
„Við gefum út liðlega 40 bækur þetta árið  en það er ekki ætlun okkar að kynna þær allar hjá ykkur heldur aðeins lítið úrval. Ég mun segja lítillega frá Bókaútgáfunni Sæmundi og okkar helstu verkum þetta árið, Verðlaunabókinni Eddu, Draumadagbók Sæmundar Hólm, Kim Leine, Sigurði á Balaskarði, Sváfni, Jósefínubók o.s.frv.
Guðjón mun lesa úr Kindasögum sem er sú bók okkar sem hefur selst best þetta haustið. Ég les stuttan kafla úr minni fyrstu skáldsögu Svo skal dansa sem var í sumar endurútgefin í kilju,“ sagði Bjarni.
 
LESA MEIRA30.nóvember 2019 - 13:00
Guðrún Bergmann, rithöfundur, fyrirlesari og heilsumarkþjálfi mætir á sunnudaginn og verður í Einarsstofu kl. 14:30 í Einarsstofu og fjallar um nokkrar einfaldar leiðir til að bæta heilsuna og kynnir nýjustu bók sína, BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri.
„Ég verð með fyrirlestur þar sem ég fjalla um 5 grunnleiðir til að bæta heilsuna en á undan fyrirlestrinum ætla ég að lesa ljóð úr bókinni minni eftir Kristján Hreinsson,“ segir Guðrún. 
„Bókin mín BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri fjallar hins vegar um tíu leiðir sem konur geta farið til að bæta eigin heilsu - en ég ætla ekki að fjalla um þær allar á fundinum, heldur takmarka umfjöllunina við þessar fimm. Bókin er 272 blaðsíður á lengd og hefur fengið góða dóma,“ segir Guðrún og vitnar í Guðríði Haraldsdóttur bókagagnrýnanda Vikunnar segir þetta um hana:
 
LESA MEIRA30.nóvember 2019 - 12:50
„Íslenska sauðkindin er harðger, úrræðagóð og ævintýragjörn, það vita allir sem hana þekkja,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, menntaskólakennari sem ásamt Aðalsteini Eyþórssyni skrifar bókina Kindasögur sem hann kynnir í Einarsstofu á sunnudaginn. 
 
„Í þessari bók eru rifjaðar upp sögur af íslenskum kindum að fornu og nýju, afrekum þeirra, uppátækjum og viðureignum við óblíða náttúru og kappsfulla smala. 
Við kynnumst meðal annars Herdísarvíkur-Surtlu, Eyvindarmúla-Flekku, villifé í Tálkna, hrútnum Hösmaga í Drangey og forystusauðnum Eitli. Kindasögur eru sérstök grein íslenskrar sagnaskemmtunar sem á sér langa sögu en lifir enn góðu lífi – rétt eins og sauðkindin sjálf,“ Guðjón Ragnar en höfundar bókarinnar eru áhugamenn um sögur og sauðfé. 
 
Hann hefur sterka tengingu til Eyja og ætlar að upplýsa um hana um leið og hann kynnir bókina. Kynningin verður í Einarsstofu kl. 13.00 en fleira er á dagskrá sem hefst með súpu klukkan 12.00. Það er Sæmundarútgáfan sem gefur bókina út.
 
LESA MEIRA29.nóvember 2019 - 19:00
Þann 23. júlí sl., vann Sigrún Þuríður Geirsdóttir það afrek, fyrst kvenna, að synda svokallað Eyjusund, frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands.

Í tilefni af þessu afreki Sigrúnar Þuríðar hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund og veita þeim einstaklingum viðurkenningarskjal sem lokið hafa sundinu. Eyjasundsbikarinn verður varðveittur í verðlaunaskáp sundlaugar Vestmannaeyjabæjar.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri mun afhenda sundgörpum viðurkenningu fyrir Eyjasundið við hátíðlega athöfn í Einarsstofu sunnudaginn 1. desember kl. 12:30.

Formleg dagskrá í Safnahúsi á sunnudaginn hefst með súpu í boði Söguseturs 1627. Bjarni Harðarson mun undirrita samning við Sögusetur um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Í framhaldi verður Eyjasundsbikarinn kynntur og viðurkenningarskjöl veitt og loks mun Bjarni kynna nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni og lesa úr nýjum bókum ásamt Guðjóni Ragnari Jónassyni.

LESA MEIRA29.nóvember 2019 - 15:11
Hún heitir Katarzyna Żukow-Tapioles og tekur þátt í tólftu sýningunni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu á laugardaginn klukkan 13.00. Hún er pólsk, sálfræðingur með taugavísindi sem sérgrein þar sem heilinn er viðfangsefnið. Hún býr hér með dóttur og eiginmanni og kom til Vestmannaeyja  í leit að betra lífi. Er með ástríðu fyrir ljósmyndun og er til í að leggja mikið á sig til að ná því sem heillar hana í gegnum linsuna. Katarzynu þykir heiður að fá að taka þátt í sýningunni og hlakkar til laugardagsins, að fá tækifæri til að deila þeirri sýn sem hún  hefur á Vestmannaeyjar með Eyjafólki.
 
LESA MEIRA29.nóvember 2019 - 11:58
Svavar Steingrímsson, Svabbi Steingríms er einn þriggja sem sýnir myndir í Einarsstofu á laugardaginn sem er tólfta sýningin í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt.  Eru þetta myndir sem hann tók í gosinu 1973. Áhrifamiklar myndir en hluta þeirra sýndi hann í Svölukoti á goslokum í sumar.
„Þetta er myndir sem ég tók á hlaupum,“ segir Svabbi sem byrjaði snemma að taka myndir en það átti ekki fyrir honum að liggja að leggja fyrir sig ljósmyndun og kvikmyndagerð eins og Páll bróðir hans. „Það var til kassavél heima sem mamma og pabbi áttu og fengum við strákarnir að nota hana eins og við vildum. Það varð þó ekkert framhald af þessu hjá mér. Það var ekki fyrr en í fyrstu utanlandsferðinni að ég keypti myndavél, Olympus sem var mjög góð vél og seinna eignaðist ég Minoltavél sem reyndist vel í gosinu.“
 
LESA MEIRA29.nóvember 2019 - 11:45
Jóhann Jónsson, Jói Listó hefur ekki verið mikið að flagga ljósmyndum sínum þó hann hafi tekið myndir í áratugi. Hann er þekktur fyrir frábærar vatnslitamyndir, hefur myndskreytt leiðbeiningabækur fyrir sjómenn, teiknað frímerki og gert skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. Þetta sáum við á frábærri yfirlitssýningu á verkum hans í Einarsstofu fyrr á þessu ári en á laugardaginn kl. 13.00 mætir hann á tófltu sýninguna, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt með dágóðan skammt af ljósmyndum sem verður gaman að sjá.
 
LESA MEIRA29.nóvember 2019 - 11:34
Um helgina má segja að sé lokadagur Safnahelgar sem hófst þann 9. nóvember sl. og átti að  ná yfir tvær helgar en stundum eru náttúruöflin að stríða okkur Eyjafólki. Ekki alltaf byr þegar von er á  gestum eða að við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum. 
LESA MEIRA28.nóvember 2019 - 10:20

Þjónusta

 Smelltu hér til að fá upplýsingar um þjónustu í Vestmannaeyjum.

Stjórnsýsla

Smelltu hér til að fá upplýsingar um stjórnsýslu í Vestmannaeyjum.

Ferðamenn

Smelltu hér til að fá upplýsingar um ferðaþjónustu og menningu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159