Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkti að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir athafnasvæði AT-1 í samræmi við ákvæði Skipulagslaga.
 
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir austurhluta athafnasvæðis AT-1. Skipulagssvæðið afmarkast af Heiðarvegi til austurs, Norðursundi og aðliggjandi deiliskipulagsmörkum til norðurs, Flötum og lóðamörkum Heiðarvegar 14 og Faxastígs 36 til vesturs og Faxastíg til suðurs. Deiliskipulagssvæðið er um 2,7 ha að stærð. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti í mkv 1:1000, dags. 8. júlí 2019. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
 
 
LESA MEIRA16.júlí 2019 - 13:52
Auglýst er eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun í 100% stöðu deildarstjóra í Víkinni 5 ára deild, GRV.

 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

LESA MEIRA12.júlí 2019 - 11:55
1549. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu í Safnahúsi í kvöld og hefst hann kl. 18:00. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu og má sjá útsendinguna neðst í þessari frétt.
 
LESA MEIRA11.júlí 2019 - 17:30
Helstu verkefni og ábyrgð

·         Starfsmaður er þátttakandi í því að skapa aðstöðu fyrir starfsmenn í verndaðri vinnu til margháttaðra starfa og verkefna í Heimaey og leitast við að auka færni þess til að takast á við sem flest störf innan vinnustaðarins.

·         Starfsmaður sinnir leiðbeinendahlutverki í  vinnusal og Endurvinnslu.

·         Starfsmaður sér um kertapantanir og samskipti við viðskiptavini.

·         Starfsmaður sér um útgreiðslu skilagjalds Endurvinnslunnar og skil til bókara á skrifstofu Vestmannaeyjabæjar.                                                                                                                                              

 

LESA MEIRA11.júlí 2019 - 09:57
Gæsluvöllurinn Strönd (miðstræti 9a) verður starfræktur á tímabilinu frá 15. júlí til og með 14. ágúst 2019 kl. 13:00-16:00

LESA MEIRA11.júlí 2019 - 09:57
Auglýst er eftir leikskólakennurum/leiðbeinendum í þrjár stöður í Víkinni 5 ára deild í GRV

LESA MEIRA11.júlí 2019 - 09:52

Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í rekstur kvikmyndahúss í Kviku. Tilboðsfrestur er til og með 24. júlí 2019. Áhugsamir geta haft samband við Sigurberg Ármannsson, sigurbergur@vestmannaeyjar.is eða Angantý Einarsson, angantyr@vestmannaeyjar.is og fengið send tilboðsgögn.

LESA MEIRA10.júlí 2019 - 10:22
 

 

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1549

 

FUNDARBOÐ

 

1549. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

11. júlí 2019 og hefst hann kl. 18:00

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201906110 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 44.gr samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar

     
     


Fundargerðir til staðfestingar

2.

201906013F - Fræðsluráð - 319

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

     

3.

201906011F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3103

 

Liður 1, Fjögurra mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 7, Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-6 og 8 liggja fyrir til staðfestingar.

     

4.

201906010F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 236

 

Liður 1, Skipurit Vestmannaeyjahafnar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-3 liggja fyrir til staðfestingar.

     

5.

201907001F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 308

 

Liður 1, Skipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 2, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Gæðisbraut liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 3-13 liggja fyrir til staðfestingar.

     

 

Almenn erindi:

 

6.

201907045 - Afmælis- og goslokahátíð helgina 4-7 júlí 2019.

 

 

     

7.

201212068 - Umræða um samgöngumál

       

 

 

 

 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

 

LESA MEIRA9.júlí 2019 - 19:40
Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma.
 
Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti.
 
Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög vel sóttir. Mörg þúsund manns sóttu okkur heim og tóku þátt í gleðinni með Eyjamönnum. Afmælisgjöf Vestmanneyjarbæjar til bæjarbúa og gesta voru tvennir frábærir stórtónleikar í Íþróttahúsinu 5. júlí og var nánast  húsfyllir í bæði skiptin.
 
Margt hefur verið gert á þessu ári til að minnast 100 ára afmælisins og verða fleiri viðburðir á dagskrá út allt árið.
 
Afmælisnefndinni, Goslokanefndinni, stafsmönnum bæjarins og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóginn við þessi glæsilegu hátíðarhöld eru færðar bestu þakkir fyrir afburða frammistöðu. Einnig ber að að þakka öllum þeim frábæru listamönnum sem komu fram og/eða tóku þátt; og síðast en auðvitað ekki síst Eyjamönnum sjálfum og gestum þeirra  sem sóttu alla þessa viðburði í þúsundatali og sáu til þess að gleðin hafði hér öll völd.
 
Fyrir hönd Vestmanneyjabæjar: Takk fyrir frábæra helgi sem við getum öll verið stolt af!
 
Íris Róbertsdóttir
Bæjarstjóri
 
 
 
LESA MEIRA9.júlí 2019 - 12:55
Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum varðandi umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi flokkum.
 
Snyrtilegasta eignin
Snyrtilegasti garðurinn
Snyrtilegasta fyrirtækið
Snyrtilegasta gatan
Endurbætur til fyrirmyndar
 
Tekið er á móti tillögum út júlímánuð.
 
Tillögur sendist á
  
Vestmannaeyjabær.
Umhverfis-og framkvæmdasvið.
Skildingavegi 5.
 
 
LESA MEIRA9.júlí 2019 - 10:19
Tjöldun á Þjóðhátíð 2019 mun verða á Áshamarssvæði, þar sem tjöldun hefur verið undanfarin ár. Um er að ræða bráðabirgðalausn fyrir árið 2019 þar sem vinna að framtíðarlausn er ekki lokið.
Gerðar hafa verið ríkari kröfur á á alla aðila sem koma að tjaldsvæðinu hvað varðar gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu.
Allir munu leggjast á eitt til að sem minnsta rask verði fyrir íbúa í nágrenni við svæðið.
 
 
Með von um góða samvinnu og sátt allra.
 
LESA MEIRA9.júlí 2019 - 09:15
Gakktí Bæinn er grafísk sögusýning sem fjallar um uppbyggingu og arkitektúr í Vestmannaeyjum fyrir Heimaeyjargosið 1973. Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli sveitarfélagsins verður sýning á einföldum húsateikningum í grafískum stíl í Fiskiðjuhúsinu að Ægisgötu 2, laugardag og sunnudag sjötta til sjöunda júlí frá 13.00 til 17.00. 
 
„Sýningin verður upp sett með þeim hætti að gestir geta gengið um götur og hverfi þar sem fjallað er um arkitekta, byggingarstíla og götumyndir í Vestmannaeyjum,“ segir Kristinn Pálsson, arkítekt og Eyjamaður. „Mikill fjöldi veggspjalda verður til sýnis af byggðum og óbyggðum verkum misþekktra hönnuða ásamt einföldu og fræðandi lesefni. Sýningin er jafnframt hugsuð sem umræðuvettvangur þar sem gestir geta rætt áhrif byggingarlistar á mannlegt umhverfi og hvaða áhrif Heimaeyjargosið hefur haft á ásýnd sveitarfélagsins. Auk þess að sýna hve ábyrgðarmikið hlutverk það er að hanna umhverfið í kringum okkur.“  
 
Sýningin er hugarfóstur Kristins sem hefur stundað nám í arkitektúr bæði hérlendis og í útlöndum. Hann þekkja margir sem fyrrverandi skopteiknara Morgunblaðsins og fyrrum starfsmann Vestmannaeyjabæjar, þar sem hann var meðal annars í undirbúningi Goslokahátíðar síðastliðin ár.
 
Verkefnið er styrkt af Samtökum Sunnlenskra Sveitarfélaga og Vestmannaeyjabæ. Hljóta starfsmenn sveitarfélagsins og tengdir aðilar sem hafa aðstoðað þakkir. Sérstakar þakkir fær Pétur H. Ármannsson, arkitekt, hjá Minjastofnun Íslands.
 
 
LESA MEIRA6.júlí 2019 - 09:00
„Ég er svo heppin að hafa „farið í sveit“ á sumrin til Þóru og Júlla frænda á Heiðaveginum og síðar Þóru systir og Óla til Vestmannaeyja sem krakki og unglingur,“ segir Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir sem ásamt Sung Beag opnar listasýninguna Náttúru hamfarir /náttúrulegar hamfarir í Veituhúsinu á Skansinum kl. 17.15 á föstudaginn. Um leið verður Sung Beag með gjörning.
„Ég á svo dýrmætar og yndislegar minningar frá þessum tíma sem ég er svo þakklát fyrir. Ég fékk tækifæri til að kynnast náttúrunni, rótunum mínum og fólkinu mínu sem ég dái og dýrka. 
Í Vestmannaeyjum eru náttúruöflin stöðugt að verki. Eldfjöllin tvö sem vaka yfir og móta landið og fólkið. Krafturinn í hafinu sem heldur utan um okkur öll, vaggar okkur, hristir upp í okkur, sefar, fæðir og elur. Og svo vindurinn. Allt þetta hefur mótað mig og minn hluta þessarar sýningar,“ segir Ásta.
 
Sung Baeg
 
Sung Beag er listamaður fæddur og uppalin í hafnarborginni Busan í Suður Kóreu 1975. Í listsköpun sinni vinnur hann í ýmsa miðla fer ótroðnar slóðir sem byggjast oft á innsetningum eða skúlptúr. Hann hefur ferðast víða og hlotið viðurkenningar fyrir listsköpun sína.
Hann hefur einning staðið fyrir og stýrt listahátíðum „Art in Nature“ í heimaborg sinni Busan. Þar hefur fjöldi listamanna jafnt frá Suður Kóreu og víðsvegar að úr heiminum dvalið, unnið og sýnt afrakstur verka sinna til fjölda ára. 
„Ég hef í gegnum Sung Beag verið svo lánsöm að fá að kynnast Suður Kóreu, þessu framandi landi og þá sérstaklega Busan sem byggðist á nálæginni við hafið eins og Vestmannaeyjar. Það sem heillaði mig mest við Busan fyrir utan það að kynnast fólkinu og öðrum menningarheimi var fiskmarkaðurinn og lífið í kringum hann. Ég hlakka til samsýningar okkar og að kynna Sung Beag fyrir Vestmannaeyjum og Goslokahátíð,“ sagði Ásta að endingu.
 
LESA MEIRA5.júlí 2019 - 11:00

Þjónusta

 Smelltu hér til að fá upplýsingar um þjónustu í Vestmannaeyjum.

Stjórnsýsla

Smelltu hér til að fá upplýsingar um stjórnsýslu í Vestmannaeyjum.

Ferðamenn

Smelltu hér til að fá upplýsingar um ferðaþjónustu og menningu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159