9.nóvember 2019 - 10:00 Safnahelgi

Eyjamenn á Ólympíuleikunum í Berlín 1936

Það er tilhlökkunarefni að mæta í Einarsstofu, Safnahúsi á morgun kl. 13:00 þar sem Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima segir frá för fimm Eyjamanna á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þetta var mikil ævintýraferð fyrir 50 Íslendinga, þar af fimm Eyjamenn að koma úr fásinninu á Íslandi til Þýskalands sem þá var í miklum blóma. 

Þeir sem kepptu frá Eyjum voru Sigurður Sigurðsson í hástökki og þrístökki og Karl Vilmundarson í tugþraut. Friðrik Jesson og Jón Ólafsson sýndu glímu og Þorsteinn Einarsson, glímukóngur, methafi í kúluvarpi, formaður íþróttaráðs Vestmannaeyja og síðar íþróttafulltrúi ríkisins var fararstjóri hópsins.

Hörður hefur lagt mikla vinnu í að rekja sögu hópsins og hefur notið góðrar aðstoðar afkomenda Berlínarfaranna sem þarna lifðu sennilega stærsta ævintýri lífs síns. Á eftir fyrirlestri Harðar verður opnuð sýning í Sagnheimum sem á eftir að koma á óvart. Þar er að finna myndir, frásagnir, verðlaunapeninga og margt fleira sem tengist þessum stóra atburði í íþróttasögu Íslands og ekki síður Vestmannaeyja sem áttu tvo af fjórum keppendum á leikunum í frjálsum íþróttum og tvo í hópi glímumanna. 

Það eitt er staðfesting á að íþróttir í Vestmannaeyjum standa á gömlum merg.
 
 
Meira
9.nóvember 2019 - 09:00

LV með hátíðartónleika í Hvítasunnukirkjunni

Það verður blásið af meiri krafti en oft áður á árlegum styktartónleikum Lúðrasveitar Vestmannaeyja í stóra salnum í Hvítasunnukirkjunni kl. 16:00 í dag. Eru þetta sérstakir hátíðartónleikar og tilefnið er 80 ára afmæli sveitarinnar. 

Saga Lúðrasveitarinnar nær allt aftur til upphafs síðustu aldar og hefur starfað í einhverri mynd að mestu óslitið síðan. Naut þessi fyrsta lúðrasveit mikilla vinsælda og spilaði á flestum útisamkomum, svo sem á Þjóðhátíð, og við önnur hátíðleg tækifæri.

Jarl Sigurgeirsson, sem nú stjórnar sveitinni er í hópi öflugra stjórnenda sveitarinnar. Meðal þeirra eru Hallgrímur Þorsteinsson, Marteinn H. Friðriksson, Oddgeir Kristjánsson, Hjálmar Guðnason og Stefán Sigurjónsson. 

LV leitar víða fanga í tónlistinni og er þekkt fyrir kraft og líflegan tónlistarflutning. Það má því búast við miklu fjöri á afmælistónleikunum í dag kl. 16:00.
 
Meira
1.nóvember 2019 - 14:52

Persónuverndaryfirlýsing Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær hefur að undanförnu unnið að innleiðingu persónuverndarlaga í samráði við DattacaLabs ehf
Meira
1.nóvember 2019 - 13:35

Óli Lár og Helgi í Einarsstofu á laugardaginn

Á morgun, laugardag klukkan 13.00 í Einarsstofu sýna Helgi Tórshamar og Ólafur Lárusson á áttundu sýningunni í sýningarrröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt.  Helgi er tiltölulega nýbyrjaður að taka myndir af krafti en Óli sem hefur í áratugi tekið myndir af því sem fyrir augu hans ber. 

Meira
31.október 2019 - 17:47

Bæjarstjórnarfundur í beinni

 1552. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu í Safnahúsi í kvöld og hefst hann kl. 18:00. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu og má sjá útsendinguna neðst í þessari frétt.
 
Meira
31.október 2019 - 14:05

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt:

Helgi Tórzhamar – Drottinn leiðir bataferlið

Meira
31.október 2019 - 14:03

Óli Lár og Helgi í Einarsstofu á laugardaginn:

Lífshlaup mitt með myndavélina

Meira
29.október 2019 - 18:25

Fundarboð Bæjarstjórn - 1552

 

 

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1552

 

FUNDARBOÐ

 

1552. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

31. október 2019 og hefst hann kl. 18:00

 

 

 

Dagskrá:

1.

201909065 - Fjárhagsáætlun 2020

     

2.

201910135 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023

     
     


Fundargerðir til staðfestingar

3.

201909012F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 312

 

Liður 8, Heimaklettur.Raforkustöð liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-7 og 9 liggja fyrir til staðfestingar.

     

4.

201909013F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3109

 

Liður 2, Náttúrugripir í Sæheimum liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 8, Fundir bæjarstjórnar Vestmannaeyja með þingmönnum Suðurkjördæmis liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 9, Formlegar fyrirspurnir bæjarfulltrúa til bæjarstjóra liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3-7 liggja fyrir til staðfestingar.

     

5.

201910003F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 235

 

Liður 3, Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 5, Flutningur á félagsmiðstöð unglinga og endurnýjun á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 og 4 liggja fyrir til staðfestingar.

     

6.

201910002F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 313

 

Liður 2, Hásteinsstúka. Umsókn um byggingarleyfi-búningsklefar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Gerðisbraut 3. Umsókn um byggingarleyfi-einbýlishús liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 4-7 liggja fyrir til staðfestingar.

     

7.

201910006F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3110

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

     

8.

201910001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 240

 

Liður 4, Veðurathuganir á Eiði liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

     

9.

201910009F - Fræðsluráð - 322

 

Liður 4, Þróunarsjóður leik- og grunnskóla liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.

     

10.

201910011F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 236

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

     

11.

201910010F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 314

 

Liðir 1-10 liggja fyrir til staðfestingar.

     

12.

201910015F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3111

 

Liður 3, Samningur um kennslu og íþróttafræði Háskóla Reykjavíkur í Vestmannaeyjum liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 og 4-5 liggja fyrir til staðfestingar.

     

 

Almenn erindi

 

13.

201212068 - Umræða um samgöngumál

     

14.

201810114 - Umræða um heilbrigðismál

     

15.

201910156 - Hamarskóli - nýbygging

     

16.

201909001 - Atvinnumál

     

17.

201909118 - Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar

 

 

 

 

 

 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

 

Meira
28.október 2019 - 14:06

Fréttatilkynning

Íþróttafræðinám við Háskólann í Reykjavík hefst í Vestmannaeyjum

Meira
25.október 2019 - 10:55

Jóna Heiða og Friðrik Björgvins sýna á laugardaginn

Jóna Heiða og Friðrik Björgvins sýna á laugardaginn
Nú er komið að sjöundu sýningunni í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og þá geysast þau Jóna Heiða Sigurlásdóttir og Friðrik Björgvinsson fram og sýna okkur lítið brot af þeim myndum sem þau hafa tekið í gegnum árin. Eins og áður byrjar sýningin kl.13. í Einarsstofu og stendur í einn til einn og hálfan tíma.
 
Meira
Eldri
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159