Opið bókhald Vestmannaeyjabæjar

 

Vestmannaeyjabær hefur opnað bókhald bæjarins til að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum og skýra með sem einföldustum hætti öflun og ráðstöfun fjármagns sveitarfélagsins.

 

Framsetning gagnanna er þrepaskipt.

Þrep 1: Starfssemi sveitarfélagsins er skipt upp í 10 svið 

Þrep 2: Hverju sviði skipt í undirsvið 

Þrep 3: Hverju undirsviði er skipt upp í deildir eða deildarhópa  

Þrep 4: Tekju- og gjaldaflokkar 

Þrep 5: Nánari greining á tekju- og gjaldaflokkum

Jafnframt er að finna greiningu gagna niður á lánardrottna

 

Undir opna bókhaldinu eru fjórar síður (skipt milli síðna með örvum < > neðst á síðunni): 

1. Hvert fara peningarnir?: Útgjöld sveitarfélagsins skipt eftir 10 megin þrepum, samanber skilgreininguna hér að ofan.

2. Hvaðan koma peningarnir?: Uppspretta og sundurliðun tekna bæjarins.

3. Hvert fara peningarnir – greining?: Sömu upplýsingar og í fyrsta tölulið, nema ítarlegri framsetning.

4. Hvert fara peningarnir – Lánardrottnar?: Upplýsingar um lánardrottna og heildarupphæðir viðskipta.

 

Hægt er að smella á kassana, eða á sneið á kökuritunum til þess að fá ítarlegri upplýsingar um ákveðnar stofnanir, verkefni eða tegund gjalda og tekna (t.d. Grunnskóla Vestmannaeyja).

 

Með því að hægri smella á kökurit og velja; 

Show Data, þá kemur nærmynd af kökunni og tölulegar upplýsingar birtast í lista. 

Show Records, þá koma eingöngu tölulegar upplýsingar og ítarleg sundurliðun.

 

Opna bókhaldið sýnir eingöngu gjöld og tekjur sveitarfélagsins, en ekki eignir og skuldir eða sjóðstreymi. 

 

Til þess að tryggja sem nákvæmastar upplýsingar er miðað við stöðu bókhaldsins tveimur mánuðum áður en upplýsingarnar eru skoðaðar. Dæmi: Ef flett er upp í opna bókhaldinu þann 1. maí, sýnir það stöðu bæjarsjóðs í upphafi mars.

 

Hægt er að skoða opið bókhald Vestmannaeyjabæjar með því að smella á meðfylgjandi mynd

 

 

https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoiOTcwY2EyMzAtMGVmNi00ZjU5LWJjNzUtOWM3MTNmYmZjNmI4IiwidCI6IjAwNWY0YTAwLWU3OTgtNGFiOC05MGUwLTY0ZmQ4ZGUyZjQ5NSIsImMiOjl9

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159